Fréttir

PGA: Stenson sigraði á Hero World Challenge
Henrik Stenson. Mynd: golfsupport.nl.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 7. desember 2019 kl. 20:14

PGA: Stenson sigraði á Hero World Challenge

Svíinn Henrik Stenson sigraði í dag á Hero World Challenge mótinu sem fór fram á PGA mótaröðinni í golfi. Leikið var á Bahama eyjum og var Tiger Woods gestgjafi mótsins.

Stenson lék hringina fjóra á 18 höggum undir pari og varð að lokum höggi á undan Spánverjanum Jon Rahm sem hafði titil að verja.

Þetta er fyrsti sigur Stenson á PGA mótaröðinni frá árinu 2017 en mótið telur þó ekki á stigalista en gildir á heimslista og mun Svíinn því fara upp um nokkur sæti þegar listinn verður uppfærður á mánudaginn.

Gestgjafinn Tiger Woods endaði í 4. sæti á 14 höggum undir pari, tveimur höggum á eftir umtalaðasta manni mótsins, Patrick Reed. Reed komst í fréttirnar á þriðja keppnisdegi þegar hann gerðist sekur um brot á reglu og fékk fyrir það tvö högg í víti.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Staða efstu manna: 

1. Henrik Stenson, -18
2. Jon Rahm, -17
3. Patrick Reed, -16
4. Tiger Woods, -14
5. Justin Rose, -13
5. Justin Thomas, -13