Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Ragnhildur komin upp í efsta sæti stigalistans eftir sigurinn um helgina
Ragnhildur Kristinsdóttir og Axel Bóasson fögnuðu sigri á KPMG mótinu um helgina. Mynd: [email protected]
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 23. júlí 2019 kl. 08:30

Ragnhildur komin upp í efsta sæti stigalistans eftir sigurinn um helgina

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, er í vænlegri stöðu á stigalistanum á Mótaröð þeirra bestu þegar fjögur mót af fimm á tímabilinu eru búin.

Ragnhildur sigraði á móti helgarinnar, KPMG mótinu, og fór fyrir vikið upp fyrir Sögu Traustadóttur í efsta sæti stigalistans. Samtals hefur Ragnhildur fengið 3.765 stig á tímabilinu en hún hefur sigrað á tveimur mótum. Hún fær stórt verkefni í þessari viku en hún er á meðal keppenda á Evrópumóti áhugamanna í keppni einstaklinga.

Örninn 2025
Örninn 2025

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, sem endaði í öðru sæti um helgina, fer upp í 11. sæti stigalistans en þetta var einungis fyrsta mótið hennar á mótaröðinni á þessu tímabili þar sem hún hefur einbeitt sér að LET Access mótaröðinni.

Síðasta mót tímabilsins er Íslandsmótið í höggleik sem fer fram dagana 8.-11. ágúst á Grafarholtsvelli. Þá kemur í ljós hvaða kylfingar standa uppi sem stigameistarar í karla- og kvennaflokki ásamt því að Íslandsmeistarabikarinn fer á loft.

Staða efstu kylfinga í kvennaflokki eftir fjögur mót af fimm:

1 Ragnhildur Kristinsdóttir GR 3765.00
2 Saga Traustadóttir GR 2713.00
3 Hulda Clara Gestsdóttir GKG 2683.00
4 Heiðrún Anna Hlynsdóttir GOS 2365.00
5 Helga Kristín Einarsdóttir GK 2146.00
6 Eva Karen Björnsdóttir GR 1528.00
7 Hafdís Alda Jóhannsdóttir GK 1513.00
8 Andrea Ýr Ásmundsdóttir GA 1192.00
9 Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir GR 1092.00
10 Amanda Guðrún Bjarnadóttir GHD 900.00
11 Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 840.00
12 Eva María Gestsdóttir GKG 787.00
13 Anna Sólveig Snorradóttir GK 739.00
14 Særós Eva Óskarsdóttir GR 667.00
15 Arna Rún Kristjánsdóttir GM 609.00