Ragnhildur komin upp í efsta sæti stigalistans eftir sigurinn um helgina
Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, er í vænlegri stöðu á stigalistanum á Mótaröð þeirra bestu þegar fjögur mót af fimm á tímabilinu eru búin.
Ragnhildur sigraði á móti helgarinnar, KPMG mótinu, og fór fyrir vikið upp fyrir Sögu Traustadóttur í efsta sæti stigalistans. Samtals hefur Ragnhildur fengið 3.765 stig á tímabilinu en hún hefur sigrað á tveimur mótum. Hún fær stórt verkefni í þessari viku en hún er á meðal keppenda á Evrópumóti áhugamanna í keppni einstaklinga.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, sem endaði í öðru sæti um helgina, fer upp í 11. sæti stigalistans en þetta var einungis fyrsta mótið hennar á mótaröðinni á þessu tímabili þar sem hún hefur einbeitt sér að LET Access mótaröðinni.
Síðasta mót tímabilsins er Íslandsmótið í höggleik sem fer fram dagana 8.-11. ágúst á Grafarholtsvelli. Þá kemur í ljós hvaða kylfingar standa uppi sem stigameistarar í karla- og kvennaflokki ásamt því að Íslandsmeistarabikarinn fer á loft.
Staða efstu kylfinga í kvennaflokki eftir fjögur mót af fimm:
1 | Ragnhildur Kristinsdóttir | GR | 3765.00 |
2 | Saga Traustadóttir | GR | 2713.00 |
3 | Hulda Clara Gestsdóttir | GKG | 2683.00 |
4 | Heiðrún Anna Hlynsdóttir | GOS | 2365.00 |
5 | Helga Kristín Einarsdóttir | GK | 2146.00 |
6 | Eva Karen Björnsdóttir | GR | 1528.00 |
7 | Hafdís Alda Jóhannsdóttir | GK | 1513.00 |
8 | Andrea Ýr Ásmundsdóttir | GA | 1192.00 |
9 | Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir | GR | 1092.00 |
10 | Amanda Guðrún Bjarnadóttir | GHD | 900.00 |
11 | Guðrún Brá Björgvinsdóttir | GK | 840.00 |
12 | Eva María Gestsdóttir | GKG | 787.00 |
13 | Anna Sólveig Snorradóttir | GK | 739.00 |
14 | Særós Eva Óskarsdóttir | GR | 667.00 |
15 | Arna Rún Kristjánsdóttir | GM | 609.00 |