Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Ragnhildur Sigurðardóttir sigraði á Einvíginu á Nesinu
Ragnhildur Sigurðardóttir.
Mánudagur 6. ágúst 2018 kl. 19:10

Ragnhildur Sigurðardóttir sigraði á Einvíginu á Nesinu

Einvígið á Nesinu (Shoot out) góðgerðarmótið fór fram á Nesvellinum í sólríku en nokkuð vindasömu veðri í dag.  Þetta var í 22. skiptið sem mótið er haldið og eins og alltaf var það haldið til styrktar góðu málefni tengt börnum, nú Barnaspítala Hringsins. 

Sigurvegari mótsins varð að lokum Ragnhildur Sigurðardóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur eftir æsispennandi lokaholu þar sem hún atti kappi við Alfreð Brynjar Kristinsson á síðustu holu mótsins.

Örninn 2025
Örninn 2025

Ragnhildur hefur nú sigrað á mótinu tvisvar en hún sigraði einnig árið 2003.

Að móti loknu var verðlaunaafhending og keppendum afhendur þakklætisvottur fyrir sitt framlag til málefnisins. Mótið er eins og áður sagði fyrst og fremst góðgerðarmót og Kristinn Ólafsson formaður Neskúbbsins afhenti að lokum Þránni Rósmundssyni frá Barnaspítala Hringsins ávísun frá Nesklúbbnum að upphæð 500.000 krónur.  

Úrslit í einvíginu urðu eftirfarandi:

1. sæti - Ragnhildur Sigurðardóttir, GR
2. sæti - Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG
3. sæti - Rúnar Arnórsson, GK
4. sæti - Björn Óskar Guðjónsson, GM
5. sæti - Ólafur Björn Loftsson, NK
6. sæti - Dagbjartur Sigurbrandsson, GR
7. sæti - Kristján Þór Einarsson, GM
8. sæti - Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS
9. sæti - Ragnhildur Kristinsdóttir, GR
10. sæti - Björgvin Sigurbergsson, GK

Sigurvegarar á Einvíginu frá upphafi:

1997      Björgvin Þorsteinsson
1998      Ólöf María Jónsdóttir
1999      Vilhjálmur Ingibergsson
2000      Kristinn Árnason
2001      Björgvin Sigurbergsson
2002      Ólafur Már Sigurðsson
2003      Ragnhildur Sigurðardóttir
2004      Magnús Lárusson
2005      Magnús Lárusson
2006      Magnús Lárusson
2007      Sigurpáll Geir Sveinsson
2008      Heiðar Davíð Bragason
2009      Björgvin Sigurbergsson
2010      Birgir Leifur Hafþórsson
2011      Nökkvi Gunnarsson
2012      Þórður Rafn Gissurarson
2013      Birgir Leifur Hafþórsson
2014      Kristján Þór Einarsson
2015      Aron Snær Júlíusson
2016      Oddur Óli Jónasson
2017      Kristján Þór Einarsson
2018      Ragnhildur Sigurðardóttir

Ísak Jasonarson
[email protected]