Fréttir

Reed á topp Race to Dubai listans
Patrick Reed.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 25. febrúar 2020 kl. 08:00

Reed á topp Race to Dubai listans

Patrick Reed vann sitt annað heimsmót á ferlinum á sunnudaginn þegar að hann fagnaði eins höggs sigri á Mexico Championship mótinu. Með sigrinum komst Reed upp í 8. sæti heimslistans og er hann einnig kominn á topp Race to Dubai stigalistans, sem er stigalisti Evrópumótaraðarinnar.

Fyrir helgi hafði Reed tekið þátt í einu móti á Evrópumótaröðinni í ár en það var Saudi International mótið. Þá komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn og fékk því engin stig. Fyrir sigurinn um helgina fengust 1.500 stig og er hann því kominn með 1.500 stig í efsta sætinu.

Lee Westwood, sem var í efsta sætinu fyrir helgi, fer niður í annað sætið. Hann endaði í 22. sæti í Mexíkó og er því kominn með 1.281,8 stig.

Staða 15 efstu manna má sjá hér að neðan en listann í heild sinni má nálgast hérna.