Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Regngallar Bandaríkjanna halda ekki vatni – „Ljótasta sem ég hef séð,“ segir Harmon
Föstudagur 1. október 2010 kl. 16:03

Regngallar Bandaríkjanna halda ekki vatni – „Ljótasta sem ég hef séð,“ segir Harmon

Þeir sem sáu fyrstu holurnar í Ryder-bikarnum í morgun voru vafalaust að velta hver hafi séð um innkaup á regngöllunum hjá bandaríska liðinu? Gallarnir þykja ekkert sérlega fallegir og nú hefur komið á daginn að þeir halda ekki vatni. Kylfingar bandaríska liðsins kvörtuðu sáran yfir því að gallarnir héldu ekki vatni og því hefur þeim verið útvegað betri galla.

Örninn 2025
Örninn 2025

Á þeim örfáu holum sem leiknar voru í morgun áttu bandarísku kylfingarnir í stökustu vandræðum með að halda sér þurrum og nýttu því regnhlífarnar vel. „Við urðum fyrir vonbrigðum með frammistöðu regngallanna en við erum búnir að bjarga þessu,“ sagði Pavin.

Butch Harmon, sveifluþjálfari Phil Mickelson, er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum og sagði. „Þetta er það ljótasta sem ég hef séð og svo kemur í ljós að gallarnir virka ekki einu sinni.“ Ian Poulter, sem er mikill tískusérfræðingur, neitaði að tjá sig um útlit bandarísku regngallanna en sagði þó. „Okkar regngallar halda okkur þurrum, það er það eina sem ég hef um málið að segja.“