Rory mætir ferskur eftir Masters í tvímenning með Lowry
Rory Mcilroy mætir ferskur eftir vikufrí frá golfi en hann mun freista þess ásamt félaga sínum, Shane Lowry að verja titilinn á eina tvímenningsmótinu á PGA mótaröðinni, Zurick Classic í New Orleans sem hefst á fimmtudag.
Rory flaug á einkaflugvél sinni til London eftir sigurinn á Masters og fagnaði svo sigrinum hjá foreldrum sínum í N-Írlandi.
Félagarnir frá Norður Írlandi sigruðu í þessu skemmtilega móti í fyrra en fyrirkomulagið er þannig að þeir slá annað hvert högg.
Þeir lentu í bráðbana í mótinu fyrra og höfðu betur gegn minna þekktum spámönnunum Chad Ramey og Martin Trainer.
Mótið hefst fimmtudaginn 24. apríl en meðal áhugaverðra „para“ eru dönsku Hojgaard tvíburarnir, ensku Fitzpatrick bræðurnir Matt og Alex eru saman í liði og Frakkarnir Matthieu Pavon og Victor Perez halda uppi merkjum sinnar þjóðar í þessu móti.
Hér er skemmtilegt myndskeið frá mótinu í fyrra.