Rory rosalegur í Írska mótinu
Rory McIlroy sýndi úr hverju hann er gerður þegar hann tryggði sér sigur á Írska meistaramótinu sem fram fór á K Club í Dublin á Írlandi um helgina. Hann lagði Svíann Joakim Lagergren á þriðju holu í bráðabana.
Lagergren lauk leik á 17 höggum undir pari og flest stefndi í sigur Svíans en þegar Rory kom á 18. brautina þurfti hann að fá örn, tvo undir, til að jafna við hann. Annað höggið hans endaði um 8 metra frá stöng og síðan fór púttið í miðja holu. Þúsundir áhorfenda við 18. flötina, nær allir á bandi heimamannsins fögnuðu svo undir tók í hverfinu. Í bráðabananum hafði Rory betur í þriðju tilraun með flugli á 18. brautinni.
„Stuðningurinn sem ég hef fengið er ótrúlegur og ég vil bara þakka fyrir það og segja hvað ég er heppinn að geta stundað íþróttina,“ sagði Rory og bætti því við að þetta væri sennilega hans besta ár á ferlinum en hann vann Masters mótið í vor og hefur verið sigursæll á árinu. Þetta var í annað sinn sem hann vinnur sitt „heimamót“.
Á eftir þeim Rory og Lagergren kom Spánverjinn Rafael Cabrera Bello tveimur höggum lakari en hann fór holu í höggi á 3. braut með glæsilegu höggi. Landi hans, Angel Hidalgo var á sama skori en kappinn er mjög litríkur og sýndi tilfinningar sem vanalega sjást ekki hjá atvinnumönnum.
Lokapúttið hjá Rory.
The putt. The result. The noise. The celebration.
— DP World Tour (@DPWorldTour) September 7, 2025
Rory McIlroy’s eagle putt at the 72nd hole will go down in history 🤩#AmgenIrishOpen pic.twitter.com/yf8bzNmNUW
Rory í viðtali eftir sigurinn.
"I'm so lucky I get to do this in front of these people" 🥺💚#AmgenIrishOpen pic.twitter.com/qlQTpcgfXZ
— DP World Tour (@DPWorldTour) September 7, 2025
Sextánda var frábær hjá Lagergren þar sem hann fékk örn og komst í forystu.
Joakim Lagergren produced one of the shots of the season to make eagle and set the clubhouse lead 😍#AmgenIrishOpen pic.twitter.com/l05MLfkIYR
— DP World Tour (@DPWorldTour) September 8, 2025
Hola í höggi hjá Rafael Cabrera Bello
🚨 HOLE-IN-ONE 🚨
Rafa Cabrera-Bello with the perfect shot on the third!#AmgenIrishOpen pic.twitter.com/DMLM3WHOTj