Fréttir

Rúmlega 60% í golfklúbbum á höfuðborgarsvæðinu
Mynd úr Grafarholti, heimavelli fjölmennasta klúbbs landsins, GR.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 4. desember 2020 kl. 16:50

Rúmlega 60% í golfklúbbum á höfuðborgarsvæðinu

Sex af hverjum tíu kylfingum í golfklúbbi á Íslandi árið 2020 eru í 10 klúbbum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram á heimasíðu Golfsambands Íslands.

Rétt rúmlega 12.000 kylfingar eru í golfklúbbi á höfuðborgarsvæðinu en næst kemur Suðurlandið með 3.267 kylfinga í 16 klúbbum.

Fæstir félagsmenn eru í golfklúbbum á Vestfjörðum eða 301.

Hér fyrir neðan má sjá dreifingu kylfinga í klúbba landsins eftir svæðum:

Landsvæði Fjöldi kylfinga Hlutdeild í heildarfjölda
Höfuðborgarsvæðið 12.081 61%
Suðurnes 1.178 6%
Vesturland 1.189 6%
Vestfirðir 301 2%
Norðvesturland 363 2%
Norðausturland 1.133 6%
Austurland 325 2%
Suðurland 3.267 16%