Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Rúnar og Anna Sólveig klúbbmeistarar Keilis 2022
Rúnar Arnórsson og Anna Sólveig Snorradóttir. Ljósmynd: GK
Þriðjudagur 12. júlí 2022 kl. 12:08

Rúnar og Anna Sólveig klúbbmeistarar Keilis 2022

Rúnar Arnórsson og Anna Sólveig Snorradóttir eru klúbbmeistarar Keilis 2022.

Rúnar lék hringina þrjá á 210 höggum (73-67-70) eða samtals á 3 höggum undir pari Hvaleyrarvallar, tveimur höggum betur en Birgir Björn Magnússon, sem hafði eins höggs forskot á Rúnar fyrir lokahringinn. Bjarki Snær Halldórsson varð þriðji, fjórum höggum á eftir Birgi Birni.

Örninn 2025
Örninn 2025

Anna Sólveig lék hringia þrjá á 222 höggum (72-74-76) eða samtals á 9 höggum yfir pari vallarins. Hún sigraði með töluverðum yfirburðum en 17 högg skildu að fyrsta og annað sætið. Þórdís Geirsdóttir hafnaði í öðru sæti og Mariana Ulriksen í því þriðja, 18 höggum á eftir Þórdísi.

Mótið byrjaði vel en svo fór veðrið að stríða kylfingum þegar leið á. Mótstjórn ákvað að gera tilraun til að hefja aðra umferð mótsins þrátt fyrir gula veðurviðvörun en hætta þurfti leik og að endingu fella aðra umferð niður í öllum flokkum nema 1. flokki karla.

Lokastaðan á mótinu