Fréttir

Sá högglengsti endaði höggi verr en sá höggstysti
Bryson DeChambeau.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 15. nóvember 2020 kl. 18:35

Sá högglengsti endaði höggi verr en sá höggstysti

Það er ekki allt fengið með mikilli högglengst, hvað þá þegar Augusta National völlurinn er leikinn. Í ár endaði höggstystu kylfingur mótsins ofar en sá sem sló boltann lengst.

Fyrir mótið hafði Bryson DeChambeau talað mikið um það hvað hann hyggðist ætla að slá langt þegar að hann mætti til leiks á Masters mótið. Hann náði því markmið og endaði efstur á lista yfir högglengstu kylfinga mótsins í ár.

Það skilaði sér þó ekki í góðum úrslitum í mótinu því hann endaði á tveimur höggum undir pari og endaði hann einnig höggi á eftir höggstysta kylfingnum í mótinu.

Höggstysti kylfingurinn var Bernhard Langer sem tvisvar hefur fagnað sigri í mótinu, árið 1985 og 1993. Langer verð um helgina elsti kylfingurinn til að komast í gegnum niðurskurðinn og endaði hann mótið á samtals þremur höggum undir pari.


Bernhard Langer.