Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

Bernhard Langer orðinn elsti kylfingurinn sem kemst í gegnum niðurskurðinn á Masters
Bernhard Langer.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 13. nóvember 2020 kl. 23:44

Bernhard Langer orðinn elsti kylfingurinn sem kemst í gegnum niðurskurðinn á Masters

Þjóðverjinn Bernhard Langer hefur á sínum glæsta ferli tvisvar sinnum fagnað sigri á Masters mótinu. Sigrarnir komu árið 1985 og 1993 sem þýðir að rúmlega 27 ár er liðin frá því að hann vann mótið síðast.

Þrátt fyrir að vera orðinn 63 ára gamall síðar þá lét hann það ekki stoppa sig á fyrsta degi Masters mótsins sem hófst í gær. Hann lék fyrsta hringinn á 68 höggum og fylgdi því svo eftir með hring upp á 73 högg.

Hann er því á samtals þremur höggum undir pari eftir tvo hringi og jafn í 27. sæti. Þrátt fyrir að töluvert að kylfingum eiga enn eftir að ljúka leik á öðrum hring sökum tafa í gær þá er Langer öruggur í gegnum niðurskurðinn. Hann er því búinn að setja nýtt met á Masters mótinu en hann er nú elsti kylfingur í sögu mótsins til að komast í gegnum niðurskurðinn.

Lange varð 63 ára fyrr á þessu ári og bætti met Tommy Aaron frá árinum 2000 um rúmlega mánuð. Þetta verður að teljast frábært árangur miðað við það að völlurinn er orðinn um 500 metrum lengri en hann var árið 1993 og Langer er 27 árum eldri.