Fréttir

Sex Íslendingar hófu leik á breska áhugamannamótinu
Dagbjartur Sigurbrandsson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 14. júní 2021 kl. 16:35

Sex Íslendingar hófu leik á breska áhugamannamótinu

Sex íslenskir kylfingar hófu í dag leik breska áhugamannamótinu sem fer nú fram í 126. skipti. Að þessu sinni fer mótið fram á The Nairn – vellinum sem er í Skotland en mótið fer fram dagana 14.-19. júní. 

Mótið er eitt það allra stærsta hjá áhugakylfingum í heiminum og aðeins allra bestu áhugakylfingarnir komast inn í mótið. Vegna Covid-19 er keppendahópurinn að mestu skipaður leikmönnum frá Bretlandseyjum.

Fyrstu tvo keppnisdagana af alls sex er keppt í höggleik þar sem að 144 keppendur keppa um 64 efstu sætin sem tryggja sæti í holukeppninni sem tekur við af höggleiknum. 

Íslensku kylfingarnir eru þeir Aron Snær Júlíusson, Dagbjartur Sigurbrandsson, Hákon Örn Magnússon, Hlynur Bergsson, Kristófer Karl Karlsson og Sigurður Arnar Garðarsson.

Það voru erfiðar aðstæður í dag á svæðinu og voru aðeins fimm kylfingar sem náðu að leika undir pari. 


Hlynur Bergsson.

Af íslensku strákunum var það Dagbjartur sem lék best en hann kom í hús á 73 höggum, eða tveimur höggum yfir pari og er hann jafn í 15. sæti. Það voru svo þeir Sigurður Arnar og Hlynur sem komu næstir en þeir léku á 74 höggum, eða þremur höggum yfir pari og eru jafnir í 25. sæti.

Kristófer Karl lék svo á 75 höggum, eða fjórum höggum yfir pari, og er hann jafn í 43. sæti.


Kristófer Karl Karlsson.

Aron Snær og Hákon Örn eru á svipuðum slóðum eftir fyrsta hring. Aron Snær lék á 77 höggum (+6) á meðan Hákon Örn lék á 78 höggum (+7) og eru þeir jafnir í 90. sæti og 97. sæti.

Síðari höggleikshringurinn verður leikinn á morgun og ræðst þá hvaða 64 kylfingar komast áfram.

Staða, rástímar og ýmislegt annað:


Aron Snær Júlíusson


Hákon Örn Magnússon


Sigurður Arnar Garðarsson.