Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Sigurður Arnar sigraði á þýsku unglingamóti
Frá vinstri: Sigurður Arnar, Kristófer Karl og Daníel Ísak.
Laugardagur 14. október 2017 kl. 19:54

Sigurður Arnar sigraði á þýsku unglingamóti

Þrír ungir íslenskir kylfingar tóku þátt í German Junior Golf móti sem fór fram í Berlín dagana 11.-14. október. Það voru þeir Daníel Ísak Steinarsson (GK), Kristófer Karl Karlsson (GM) sem léku í flokki 18 ára og yngri og Sigurður Arnar Garðarsson (GKG) sem lék í flokki 14-15 ára.

Sigurður Arnar gerði sér lítið fyrir og sigraði í flokki 14-15 ára. Hann lék hringina fjóra samtals á 14 höggum yfir pari (80,78,69,75). Glæsilegur árangur hjá stráknum unga.

Örninn 2025
Örninn 2025

Kristófer Karl lék frábært golf á lokahringnum og endaði í 4. sæti í flokki 18 ára og yngri. Kristófer kom inn á 69 höggum eða þremur höggum undir pari og endaði á 10 höggum yfir pari í heildina (82,74,73,69). Kristófer var að hans eigin sögn hársbreidd frá því að enda mótið á sex fuglum í röð en fuglapútt hans á lokaholunni fór rétt fram hjá.

Daníel Ísak lék jafnt golf alla fjóra dagana. Hann lauk leik á 14 höggum yfir pari í heildina (74,74,76,78) líkt og Sigurður og endaði í 7. sæti í flokki 18 ára og yngri. 

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu (Ekki er sérstök stöðutafla fyrir flokk 14-15 ára).

Ísak Jasonarson
[email protected]