Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Sigurður endaði í 4. sæti á Opna skoska
Sigurður Bjarki Blumenstein. Mynd: [email protected]
Laugardagur 7. apríl 2018 kl. 09:56

Sigurður endaði í 4. sæti á Opna skoska

Fjórir ungir íslenskir kylfingar voru meðal keppenda á Opna skoska meistaramótinu sem fór fram á Montrose golfvellinum dagana 4.-6. apríl.

Kylfingarnir sem um ræðir eru þeir Daníel Ísak Steinarsson, Ingvar Andri Magnússon, Sigurður Bjarki Blumenstein og Viktor Ingi Einarsson.

Örninn 2025
Örninn 2025

Sigurður Bjarki náði bestum árangri íslensku kylfinganna en hann endaði í fjórða sæti á 8 höggum yfir pari. Viktor Ingi var einnig í toppbaráttunni á lokahringnum og endaði í 9. sæti á 11 höggum yfir pari. Daníel Ísak náði að koma sér upp um 22 sæti á lokahringnum og endaði í 16. sæti en Ingvar Andri komst ekki áfram eftir tvo hringi.

Skor íslensku kylfinganna:

Viktor Ingi Einarsson, 73, 72,79 (+11), 9. sæti
Sigurður Bjarki Blumenstein, 77,69,75 (+8), 4. sæti
Daníel Ísak Steinarsson, 78,73,76 (+14), 16. sæti
Ingvar Andri Magnússon, 79,73 (+10), Komst ekki áfram.

Hér er hægt að sjá stöðuna.

Ísak Jasonarson
[email protected]