Sigurður endaði í 4. sæti á Opna skoska
Fjórir ungir íslenskir kylfingar voru meðal keppenda á Opna skoska meistaramótinu sem fór fram á Montrose golfvellinum dagana 4.-6. apríl.
Kylfingarnir sem um ræðir eru þeir Daníel Ísak Steinarsson, Ingvar Andri Magnússon, Sigurður Bjarki Blumenstein og Viktor Ingi Einarsson.
Sigurður Bjarki náði bestum árangri íslensku kylfinganna en hann endaði í fjórða sæti á 8 höggum yfir pari. Viktor Ingi var einnig í toppbaráttunni á lokahringnum og endaði í 9. sæti á 11 höggum yfir pari. Daníel Ísak náði að koma sér upp um 22 sæti á lokahringnum og endaði í 16. sæti en Ingvar Andri komst ekki áfram eftir tvo hringi.
Skor íslensku kylfinganna:
Viktor Ingi Einarsson, 73, 72,79 (+11), 9. sæti
Sigurður Bjarki Blumenstein, 77,69,75 (+8), 4. sæti
Daníel Ísak Steinarsson, 78,73,76 (+14), 16. sæti
Ingvar Andri Magnússon, 79,73 (+10), Komst ekki áfram.