Fréttir

Sigursælustu kylfingar Íslandsmótsins í höggleik frá upphafi
Guðrún Brá og Guðmundur Ágúst sigruðu á Íslandsmótinu í höggleik.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 3. ágúst 2020 kl. 19:36

Sigursælustu kylfingar Íslandsmótsins í höggleik frá upphafi

Íslandsmótið í höggleik 2020 fer fram dagana 6.-9. ágúst hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Leikið er á Hlíðavelli og hafa þau Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir titil að verja. 

Líkt og Kylfingur greindi frá fyrr í dag verður Guðmundur ekki með en Guðrún Brá freistar þess að sigra þriðja árið í röð.

Í tilefni þess að mótið fer fram í vikunni hefur Kylfingur ákveðið að rifja upp hverjir sigursælustu kylfingar Íslandsmótsins eru.

Í kvennaflokki er Karen Sævarsdóttir lang sigursælust með átta titla. Karen vann alla sína Íslandsmeistaratitla í höggleik á árunum 1989-1996. Ragnhildur Sigurðardóttir, Ólöf María Jónsdóttir og Jakobína Guðlaugsdóttir eru jafnar í öðru sæti með 4 titla.

Eins og sést á listanum hér fyrir neðan er Guðrún Brá tíunda á lista yfir sigursælustu kvenkylfinga landsins. Takist henni að vinna þriðja árið í röð jafnar hún til að mynda Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem stefnir einnig á sigur um helgina.

Í karlaflokki er Birgir Leifur Hafþórsson sá sigursælasti með sjö titla og þeir Björgvin Þorsteinsson og Úlfar Jónsson jafnir í öðru með sex titla. Athygli vekur að Axel Bóasson getur jafnað þjálfara sinn til margra ára, Björgvin Sigurbergsson, með sigri um helgina en sá síðarnefndi vann fjögur Íslandsmót í höggleik á sínum ferli.

Sigursælustu karlkylfingarnir:

7 sigrar: Birgir Leifur Hafþórsson
6 sigrar: Björgvin Þorsteinsson, Úlfar Jónsson
5 sigrar: Magnús Guðmundsson
4 sigrar: Björgvin Sigurbergsson
3 sigrar: Axel Bóasson, Þorsteinn Kjærbo, Gísli Ólafsson, Hannes Eyvindsson, Sigurður Pétursson, Þorvaldur Ásgeirsson, Sigurpáll Geir Sveinsson

Sigursælustu kvenkylfingarnir:

8 sigrar: Karen Sævarsdóttir
4 sigrar: Jakobína Guðlaugsdóttir, Ólöf María Jónsdóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir
3 sigrar: Guðfinna Sigurþórsdóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Sólveig Þorsteinsdóttir, Valdís Þóra Jónsdóttir, Jóhanna Ingólfsdóttir
2 sigrar: Ásgerður Sverrisdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Helena Árnadóttir, Kristín Pálsdóttir, Steinunn Sæmundsdóttir

Tengdar fréttir:

Guðmundur Ágúst mun ekki verja titilinn
Skráningu í Íslandsmótið lýkur í kvöld
GM þarf þína aðstoð fyrir Íslandsmótið á þessum fordæmalausu tímum


Birgir Leifur Hafþórsson.


Úlfar Jónsson.


Karen Sævarsdóttir.


Ragnhildur Sigurðardóttir.