Fréttir

Skráningu í Íslandsmótið lýkur í kvöld
Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur titil að verja.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 3. ágúst 2020 kl. 16:11

Skráningu í Íslandsmótið lýkur í kvöld

Íslandsmótið í höggleik 2020 fer fram dagana 6.-9. ágúst hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Leiknir verða fjórir hringir á Hlíðavelli en þau Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir sigruðu á mótinu í fyrra.

Skráningu í mótið lýkur í kvöld og er nú þegar biðlisti farinn að myndast í mótið. Samkvæmt reglugerð GSÍ komast 150 að og að lágmarki 36 í hvorn flokk. Þessa stundina eru 125 skráðir í karlaflokki og 32 í kvennaflokki og eru því sjö kylfingar í karlaflokki á biðlista.

Athygli vekur að Guðmundur Ágúst er ekki skráður í karlaflokki. Í kvennaflokki eru þær Guðrún Brá og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir báðar skráðar en Valdís Þóra Jónsdóttir er enn frá vegna meiðsla.

Hér er hægt að sjá keppendalista mótsins.