Fréttir

Slæm byrjun hjá Ólafíu og Woods
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Cheyenne Woods.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 17. júlí 2019 kl. 23:26

Slæm byrjun hjá Ólafíu og Woods

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Cheyenne Woods hóf í dag leik á Dow Great Lakes Bay Invitational mótinu en mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. Mótið er ansi sérstakt að því leyti að að leikið er í tveggja manna liðum og leika þær stöllur saman í liði.

Leikinn var fjórmenningur á fyrsta hringnum sem þýðir að þær skiptust á að slá höggin. Þær náðu sér ekki á strik í dag og komu í hús á 76 höggum, eða sex höggum yfir pari.

Fyrri níu holurnar reyndust þeim erfiðar en á þeim fengu þær þrjá skolla, einn skramba og restina pör. Á síðari níu holunum léku þær betur og komu í hús á 36 höggum, eða höggi yfir pari. 

Eftir daginn er þær jafnar í 65. sæti af 71 liði. Efstar eru þær Brooke M. Henderson og Alena Sharp en þær léku á fimm höggum undir pari í dag. Stöðuna í mótinu má sjá hérna.