Fréttir

Snjór þekur golfvelli í Bretlandi
Royal Dornoch er líka fallegur hvítur.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 7. janúar 2026 kl. 06:36

Snjór þekur golfvelli í Bretlandi

Snjór þakti marga golfvelli á Bretlandseyjum í byrjun árs 2026, sérstaklega í norðurhlutanum. Royal Dornoch er einn þekktasti golfvöllurinn í Skotlandi, er í nyrðri parti landsins og hann varð alhvítur á fyrstu dögum nýs árs.

Dornoch er oft nefndur til sögunnar um þá velli sem gætu hýst Opna breska mótið, The Open, en hefur aldrei gert. Klúbburinn opnaði stórglæsilegt klúbbhús á lokadögum ársins 2025 en það hafði verið í byggingu í tvö ár og kostaði rúma tvo milljarða króna.

Fjöldi stórmóta hafa þó farið fram á vellinum en aðallega áhugamannamót. Átján holu golfhringur er með þeim dýrari en hann kostar rúmlega 60 þúsund krónur á tímabilinu apríl-október en nærri helmingi ódýrari frá nóvember til loka marsmánaðar eða 35 þúsund krónur.

Nýja klúbbhúsið er glæsilegt og kostaði rúma 2 milljarða króna í byggingu.

Dornoch er einn flottasti strandvöllur Bretlands.

Cruden Bay völlurinn er í Aberdeen og svona leit hann út á fyrstu dögum nýs árs eftir snjókomu.

Mekka golfsins, St. Andrews sleppur ekki við snjó.