Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Stærsta liðakeppni samtímis á einum golfvelli - yfir 200 leikir
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 26. ágúst 2025 kl. 10:52

Stærsta liðakeppni samtímis á einum golfvelli - yfir 200 leikir

Stærsta liðakeppni Íslandsmóta golfklúbba 50+ sem haldin hefur verið á einum velli hér á landi fór fram á Hólmsvelli um síðustu helgi en þá mættu 135 keppendur frá 19 klúbbliðum. Leikirnir sem fóru fram voru 201 talsins.

Hólmsvöllur skartaði sínu fegursta í síðsumrinu, flatirnar sléttar og hraðar og umhverfið flott. Konur og karlar úr fjölmennasta hópi kylfinga landsins ásamt miklum fjölda aðstoðarfólks gengu um grænar grundir Hólmsvallar og léku holukeppni.

Örninn 2025
Örninn 2025

Ljósmyndari kylfings.is mætti með myndavélina og mundaði „súmmlinsuna“ í léttri yfirferð á lokadegi. Sjá myndaseríu hér að neðan.

Úlfar Jónsson einn sigursælasti kylfingur landsins og sexfaldur Íslandsmeistari keppti fyrir sinn klúbb, GKG og það þótti tíðindum sæta að hann tapaði einum leik. Heimamaðurinn Sigurpáll Geir Sveinsson og þrefaldur Íslandsmeistari, hafði betur í leik þeirra í viðureign GS og GKG. Hér er Úlfar á 18. flöt. Styttan kylfingur fylgist með kappanum í baksýn.  

Suðurnesjakonur á 2. flöt: „Hvernig er þessi púttlína eiginlega?, gæti Heidi Johannsen verið að hugsa en fyrir framan hana er Þóranna Andrésdóttir sem setti púttið svo ofan í.

Íslandsmót klúbba 50 ára og eldri