Stjörnukylfingar í St. Andrews um helgina
Nokkrir úr sigurliði Evrópu verða meðal þátttakenda á Dunhill mótinu sem fram fer á þremur golfvöllum í St. Andrews og nágrenni um helgina. Að venju mætir frægt fólk úr öðrum greinum með kylfurnar og spreytir sig á frægasta golfvelli heims.
Á meðfylgjandi myndum má sjá hjónin Catherine Jones og mann hennar Mickael Douglas í æfingahring en hann hefur mörg undanfarin ár sótt þetta mót. Nú mætir hún líka á svæðið með kylfurnar. Meðal fleiri frægra má nefna Huey Lewis, Piers Morgun, Ronan Keating og Bill Murrey og fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Michael Bloomberg.
Englendingurinn Tyrell Hatton sem náði inn sigurstiginu fyrir Evrópu í Ryder bikarnum um síðustu helgi hefur unnið þetta mót þrisvar sinnum, þar á meðal í fyrra og hann freistar þess að vinna það í fjórða sinn. Félagar hans Matt Fitzpatrick, Bob Mcintyre og Tommy Fleetwood verða einnig meðal keppenda. Síðan eru fleiri stórkylfingar meðal þátttakenda eins og Brooks Koepka, Dustin Johnson og Bubba Watson, allt risatitlahafar.
Leikið er á gamla vellinum í St. Andrews, Carnoustie og Kingbarns og fjórði hringurinn er leikinn á gamla vellinum. nisgolf þitt undanfarin ár? Þú hefur leikið með íslenska landsliðinu er það ekki?