Fréttir

Stór dagur hjá Evrópumótaröð kvenna
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 23. júní 2020 kl. 22:16

Stór dagur hjá Evrópumótaröð kvenna

Það var stór dagur hjá Evrópumótaröð kvenna (LET) en í dag opnuðu þeir fyrir nýja heimasóðu, nýtt snjallsímaforrit (e. app) og opinberuðu nýtt vörumerki mótaraðarinnar.

Mótaröðin hefur verið í mikilli enduruppbyggingu undanfarna mánuði en á síðasta ári fór LET í samstarf við LPGA mótaröðina. Það olli meðal annars því að mótaskráin fyrir árið 2019 var þéttsetin af mótum með verðlaunaféi sem hafði vart sést á mótaröðinni áður. Covid-19 hefur aftur á móti sett strik í reikninginn og hafa því mörgum mótum verið aflýst.

Þetta mun þó vonandi ekki hafa nein langvarandi áhrif á mótaröðina og samstarf LET og LPGA mótaraðanna en samkvæmt heimasíðu mótaraðarinnar er stefnt að því að hefja leik í ágúst. Tveir íslenskir atvinnukylfingar leika á mótaröðinni en það eru þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir.

Nýja vörumerkið má sjá hér að neðan og nýju heimasíðuna má skoða hérna.