Fréttir

Stúlknalandsliðið hefur leik á EM á miðvikudaginn
Perla Sól er í stúlknalandsliði Íslands sem keppir í Slóvakíu.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 22. september 2020 kl. 09:51

Stúlknalandsliðið hefur leik á EM á miðvikudaginn

Stúlknalandslið Íslands í golfi hefur leik á miðvikudaginn á Evrópumóti áhugakylfinga sem fram fer á Borsa golfvellinum á Green Resort í Slóvakíu.

Alls eru fjórtán þjóðir sem taka þátt en keppnin hefst miðvikudaginn 23. september og úrslitin ráðast 26. september.

Fyrsta keppnisdaginn er leikinn höggleikur og komast 8 efstu þjóðirnar í A-riðil og keppa þar um Evrópumeistaratitilinn. Liðin sem enda í sætum 9-16 keppa í B-riðli. Í riðlakeppninni er leikinn einn fjórmenningsleikur og tveir tvímenningsleikir.

Íslenska liðið er skipað eftirtöldum leikmönnum:

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, Andrea Ýr Ásmundsdóttir og María Eir Guðjónsdóttir. Gregor Brodie afreksstjóri GSÍ er þjálfari liðsins og Kristín María Þorsteinsdóttir er liðsstjóri.

Nánar um mótið hér:

Þjóðirnar sem taka þátt eru:

Austurríki
Belgía
Danmörk
Holland
Frakkland
Ísland
Pólland
Rússland
Slóvakía
Slóvenía
Spánn
Svíþjóð
Sviss
Tékkland
Þýskaland