Fréttir

Þær íslensku í toppbaráttunni í Englandi.
Andrea Bergsdóttir varð í 6. sæti á móti í Englandi.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 8. september 2025 kl. 11:10

Þær íslensku í toppbaráttunni í Englandi.

Íslenski fáninn var áberandi meðal efstu golfkvenna á Rose mótinu á LET Access mótaröðinn í Englandi um síðustu helgi. Þær Ragnhildur Kristinsdóttir, Andrea Bergsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir voru meðal þátttakenda en leikið var á Hanbury Manor vellinum í Englandi.

Andrea endaði jöfn í 6. sæti á -3 og Ragnhildur höggi á eftir jöfn í 13. sæti. Guðrún Brá lék á parinu og endaði jöfn í 24. sæti.

Ragnhildur er í 6. sæti stigalistans en sex efstu fá þátttökurétt á LET Evrópumótaröðinni. Andrea er í 13. sæti en Guðrún var að leika í sínu fyrsta móti á LET Access sem er næst sterkasta mótaröð kvenna í Evrópum.

Örninn 2025
Örninn 2025

Þrjú mót eru eftir á keppnistíðinni, um næstu helgi í Frakklandi og í Sviss helgina þar á eftir. Lokamótið verður 16.-18. október á Spáni.

Lokastaðan.

Staðan á stigalistanum.