Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Þegar Jaxon Brigman skrifaði undir rangt skorkort
Jaxon Brigman - Mynd Twitter
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
mánudaginn 23. ágúst 2021 kl. 15:05

Þegar Jaxon Brigman skrifaði undir rangt skorkort

Jaxon Brigman lést skyndilega í síðustu viku 50 ára að aldri. Dánarorsök hefur ekki verið gerð opinber.

Brigman lék í mörg ár á Korn Ferry mótaröðinni eða Nike mótaröðinni eins og hún hét þá. Á ferlinum lék hann samtals í 167 mótum á þeirri mótaröð.

Örninn 2025
Örninn 2025

Hann er sennilega þekktastur fyrir ótrúlegt atvik frá úrtökumótinu fyrir PGA mótaröðina árið 1999. Á síðasta hring í lokaúrtökumótinu klikkaði hann á stuttu pútti og taldi möguleika sína á að komast áfram úr sögunni. Í kæruleysi þá skrifaði hann undir of hátt skor á einni holunni og fékk því skráð 66 högg í stað þeirra 65 sem hann lék á. Þegar upp var staðið munaði einu höggi að hann næði sæti á PGA mótaröðinni, þessu eina höggi sem hann ofreiknaði.

Því miður fyrir Brigman þá náði hann aldrei að komast inn á PGA mótaröðina eftir þetta. Eftir að keppnisferlinum lauk starfaði hann áfram í golfiðnaðinum sem fulltrúi kylfuframleiðanda.

Brigman hefur nú haldið á fund feðranna og sameinast þar dóttur sinni sem lést aðeins 3 ára í bílslysi árið 2011. Blessuð sé minning þeirra.