Þingmaður vill að golfið verði fært á Ólympíuleikunum á næsta ári vegna hita
Shigefumi Matsuzawa, þekktur stjórnmálamaður í Japan, hefur biðlað til Thomas Bach, forseta Alþjóðlega Ólympíusambandsins, um að velja nýjan völl sem er á kaldari stað til að sjá um golfmótið á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ára.
Að minnsta kosti 57 manns létust vegna mikils hita á tveggja vikna tímabili í sumar í Japan og rúmlega 1800 manns þurftu að leita á sjúkrahús.
Hitin sem verður í Tókýó hefur nú þegar sett strik í reikninginn fyrir leikana því Alþjóðlega Ólympíusambandið hefur nú þegar beðið skipuleggjendur leikanna að finna nýjan stað fyrir maraþon hlaupið og göngu keppnina.
Matsuzawa hefur nú skrifað forsetanum, Bach, þar sem hann deilir áhyggjum sínum vegna staðsetningar á vellinum sem leika á á. Völlurinn er Kasumigaseki golfvöllurinn og er hann staðsettur um 50 kílómetra inn í landi frá Tókýó. Samkvæmt skýrslu sem Tokyo Metropolitan háskólinn sendi frá sér árið 2017 þá er Kawagoe borgin, þar sem Kasumigaseki völlurinn er staðsettur, heitasti staður í Japan.
Alþjóðlega Ólympíusambandið hefur ekki viljað tjáð sig um málið en ljóst er að skipuleggendur leikanna verða ekki ánægðir þurfi þeir að finna nýjan völl þar sem mikil óánægja var með að þurfa að færa maraþon og göngu greinarnar.