Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Thomas dregur sig úr leik á PGA meistaramótinu
Justin Thomas.
Mánudagur 13. maí 2019 kl. 21:11

Thomas dregur sig úr leik á PGA meistaramótinu

Sigurvegari PGA meistaramótsins árið 2017, Justin Thomas, hefur dregið sig úr keppni úr PGA meistaramótinu sem hefst á Bethpage Black vellinum á fimmtudaginn.

Ástæða þess er að Thomas meiddist á úlnlið á dögunum og getur því ekki spilað golf næstu daga.

„Augljóslega, sem fyrrum sigurvegari á mótinu er það sérstakt í mínum augum,“ sagði Thomas á Twitter. „Vanalega er keppendahópurinn sá sterkasti í golfheiminum þannig að ég er vonsvikinn að geta ekki keppt í ár.“

Thomas, sem hefur sigrað á 9 mótum á PGA mótaröðinni, lék síðast á Masters mótinu þar sem hann endaði í 12. sæti. Fyrir mót vikunnar var hann í 5. sæti heimslistans sem þýðir að 99 af 100 bestu kylfingum heims verða með á PGA meistaramótinu að þessu sinni.

Kelly Kraft tekur sæti Thomas í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)