Þórir ofarlega á Gecko mótaröðinni
Þórir Baldvin Björgvinsson, GÖ, er í 11. sæti eftir fyrri hringinn á Westin La Quinta mótinu sem fer fram á Gecko mótaröðinni í Spáni dagana 18.-19. febrúar.
Þórir lék fyrri hring mótsins á 2 höggum yfir pari þar sem hann fékk alls fjóra skolla, fimm fugla og einn þrefaldan skolla.
Skorkort Þóris á fyrsta hringnum.
Seinni hringur mótsins fer fram í dag, þriðjudag. Ítalinn Andrea Gobbato er í efsta sæti á 4 höggum undir pari, sex höggum á undan Þóri.
Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.