Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Þrír fóru holu í höggi sama dag á Leirdalnum
Fimmtudagur 4. september 2025 kl. 14:12

Þrír fóru holu í höggi sama dag á Leirdalnum

Tunglin í himinhvolfunum röðuðust heldur betur rétt í gær, þriðjudaginn 2. september, fyrir þrjá kylfinga sem léku Leirdalinn hjá GKG en allir náðu þeir draumahögginu! Kylfingur auglýsir eftir sambærilegu, að þrír kylfingar fari holu í höggi sama daginn á sama vellinum.

Kylfingarnir knáu eru Jón Guðmundur Ragnarsson og Ólafur Siemsen sem náðu afrekinu á 13. braut, og Jóhann Gísli Jóhannesson sem tók 9. brautina í sitt draumahögg.

GKG og Kylfingur óska umræddum kylfingum innilega til hamingju með að vera komnir í Einherjaklúbbinn en hægt er að skrá sig í klúbbinn á þessari vefslóð en svo skemmtilega vill til að þremenningarnir geta freistað gæfunnar úti á Nesi á laugardag kl. 10.

Örninn 2025
Örninn 2025
Jóhann Gísli Jóhannesson, „hole in one“ á 9. holu í Leirdalnum, 2. september 2025.

Jón Guðmundur Ragnarsson, hola í höggi á 13. braut í Leirdalnum 2. september 2025.

Ólafur Nielsen, draumahögg á 13. holu í Leirdalnum 2. september 2025.