Fréttir

Þrír íslenskir kylfingar keppa á 2. stigi
Dagbjartur Sigurbrandsson, Íslandsmeistari 2025 er á ágætri vegferð í byrjun atvinnumennsku sinnar.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 28. september 2025 kl. 19:12

Þrír íslenskir kylfingar keppa á 2. stigi

Dagbjartur Sigurbrandsson, Íslandsmeistari í golfi komst áfram á annað stigið í úrtökumótunum fyrir DP mótaröðina eftir að hafa lent í 8. sæti á þremur höggum undir pari. Fimm aðrir íslenskir kylfingar voru meðal þátttakenda en komust ekki áfram.

Dagbjartur lék gott og stöðugt golf og kom inn á 71-70-73-71.

Hlynur Bergsson og Sigurður Arnar Garðarsson enduðu jafnir í 26. sæti á fimm yfir pari. Aron Snær Júlússon endaði í 44. sæti á +10 og Kristófer Orri Þórðarson endaði í 53. sæti á +14. Hákon Örn Magnússon lék fyrstu tvo hringina á +14 og komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Auk Dagbjartar eru Haraldur Franklín og Guðmundur Ág. Kristjánsson komnir á 2. stigið. Leikið verður á fjórum völlum á Spáni 30. okt. til 2. nóv.