Fréttir

Tímabilið búið hjá Bubba Watson
Bubba Watson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 10. ágúst 2019 kl. 10:28

Tímabilið búið hjá Bubba Watson

Tvöfaldi risameistarinn Bubba Watson er úr leik á PGA mótaröðinni tímabilið 2018-2019. Þetta varð ljóst í gær þegar hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Northern Trust mótinu.

70 efstu kylfingarnir á stigalista mótaraðarinnar komast áfram á BMW meistaramótið sem fer fram í næstu viku og þar sem Watson var í 71. sæti fyrir helgina er ljóst að hann verður ekki með um næstu helgi.

Miðað við síðasta tímabil koma þessi úrslit á óvart en Watson sigraði á þremur mótum í fyrra og var einn af kylfingum ársins.

Aðrir þekktir kylfingar sem komust ekki í gegnum niðurskurðinn og eru úr leik eða eru alveg við topp-70 eru eftirfarandi kylfingar:

Sergio Garcia, var í 65. sæti - endar líklega í 72. sæti
Patton Kizzire, var í 118. sæti og er því úr leik
Matt Every, var í 75. sæti og er því úr leik
Russell Knox, var í 106. sæti og er því úr leik
Emiliano Grillo, var í 62. sæti - endar líklega í 69. sæti

Icelandair - 21 jan 640
Icelandair - 21 jan 640