Fréttir

Tímavélin - Ryder bikarinn 2018
Molinari var stigahæsti maður keppninnar árið 2018.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
fimmtudaginn 23. september 2021 kl. 22:29

Tímavélin - Ryder bikarinn 2018

Árið 2018 fór keppnin fram í Frakklandi á Le Golf National golfsvæðinu í París.

Fyrirliðar liðanna voru Thomas Björn og Jim Furyk. Bandaríska liðið hafði ekki unnið í Evrópu síðan 1993 og það átti ekki eftir að breytast.

Fransesco Molinari var stigahæsti maður mótsins en hann sigraði alla 5 leiki sína.