Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Tony Finau getur unnið FedEx bikarinn án þess að fagna sigri á árinu
Tony Finau
Þriðjudagur 11. september 2018 kl. 21:58

Tony Finau getur unnið FedEx bikarinn án þess að fagna sigri á árinu

Aðeins eitt mót er eftir á þessu tímabili á PGA mótaröðinni en það er Tour Championship mótið. Að því móti loknu ræðst hvaða kylfingur endar efstur á FedEx listanum og hlýtur að launum 10 milljónir dollara.

Einn þeirra kylfinga sem á góðan möguleika á að enda efstur á stigalistanum er Tony Finau sem í gær var síðasti maðurinn til að vera valinn í bandaríska Ryder liðið. Það vekur þó athygli að Finau, sem er í þriðja sæti FedEx listans, hefur ekki náð að fagna sigri á þessu ári.

Til þess að það gerist þarf Finau að enda einn í öðru sæti og efstu tveir menn listans, Bryson DeChambeau og Justin Rose, að enda neðar en 12. sæti.

Margir hafa gagnrýnt núverandi kerfi vegna þess að þessi staða getur komið upp. Umræður hafa verið í gangi með hugsanlegar breytingar en ljóst er að reglunum verður ekki breytt fyrir lokamót þessa tímabils.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)