Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Fréttir

Tveir sigrar í röð hjá Rory sem mætir sjóðheitur á PGA risamótið
Rory McIlroy er einn sigursælasti kylfingur sögunnar en hefur þó ekki sigrað á risamóti í áratug. PGA meistaramótið verður á Valhalla vellinum í Bandaríkjunum í vikunni en þar kann Rory vel við sig. kylfingur.is/golfsupport.nl
Þriðjudagur 14. maí 2024 kl. 15:16

Tveir sigrar í röð hjá Rory sem mætir sjóðheitur á PGA risamótið

Norður Írinn Rory McIlroy sýndi úr hverju hann er gerður þegar hann sigraði á Quail Hollow mótinu á PGA mótaröðinni um síðustu helgi. Framundan er annað risamót ársins, PGA meistaramótið en Rory hefur ekki sigrað á risamóti í áratug.

Rory háði harða baráttu á lokadegi við Xander Schauffele og fór mikinn. Þeir voru jafnir eftir átta holur á lokahringnum en frá áttundu braut til sextándu lék Rory meistaragolf og lék þessar átta holur á átta undir pari. Það er erfitt að keppa við það og Rory skildi Bandaríkjamanninn eftir í ryki. Tvör pör og tvöfaldur skolli á síðustu skipti engu máli og fimm högg skildu kappana af þegar yfir lauk.

Rory er heitur þessa dagana því hann sigraði á PGA tvímenningsmótinu vikuna á undan þegar hann lék með Shane Lowry, félaga sínum frá Írlandi.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

„Þetta er Rory McIlroy, þú veist,“ sagði Schauffele. Hann „drævar“ 320 metra í flugi í meðvindi og á því alltaf styttri kylfur í innáhöggunum en allir aðrir. Þegar hann er heitur, þá er hann sjóðheitur,“ sagði Bandaríkjamaðurinn.

„Ég veit hvað ég get þegar ég er í gír. Það er svona golf,“ sagði Rory sem vonast eftir að vera í svipuðum gír á PGA mótinu á Valhalla vellinum. Fyrir nákvæmlega tíu árum sigraði Rory á PGA mótinu á sama velli eftir að hafa sigrað á tveimur mótum í röð á undan, á OPNA (breska) mótinu og Bridgestone heimsmótinu. „Ég er á leiðinni á golfvöll þar sem ég hef unnið mót á. Sjáum til hvað gerist.“