Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Tvöfaldur sigur Golfklúbbs Reykjavíkur á Íslandsmóti golfklúbba 18 ára og yngri
Sigursveit Golfklúbbs Reykjavíkur. Mynd: brynjar@golf.is
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 27. júní 2020 kl. 19:54

Tvöfaldur sigur Golfklúbbs Reykjavíkur á Íslandsmóti golfklúbba 18 ára og yngri

Íslandsmót golfklúbba 18 ára og yngri lauk í dag á Strandarvelli hjá Golfklúbbi Helli. Það voru sveitir Golfklúbbs Reykjavíkur sem fögnuði sigri í bæði stráka- og stúlknaflokki.

Hjá strákunum mættu GR (A) sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (A) og þar hafði GR betur 2-1. Sveitirnar unnu sitthvoran tvímenninginn og réðust því úrslitin í fjórmenningnum. Það hafði GR betur á lokaholunni.

Í leiknum um þriðja sætið hafði sveit Golfklúbbs Akureyrar betur 2-1 gegn sveit Golfklúbbsins Keilis. 

Golfklúbbur Reykjavíkur (A) 2 - 1 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (A)
Golfklúbbur Akureyrar 2 - 1 Golfklúbburinn Keilir


Sigursveit Golfklúbbs Reykjavíkur. Mynd: brynjar@golf.is

Hjá stelpunum var leikið mað aðeins öðru sniði en aðeins fjórar sveitir mættu til leiks. Því léku allar sveitir við hvor aðra. Sveit GR vann alla leikina sína og fagnaði því sigri með fullt hús stiga. Það var sveit GKG sem endaði í öðru sæti með tvo vinninga og að lokum varð sveit Golfklúbbs Mosfellsbæjar í þriðja sæti með einn vinning.

Hérna má nálgast öll nánari úrslit.