Úrtökumótin: Bjarki lék aftur á 74 höggum
Bjarki Pétursson lék í dag annan hringinn á 2. stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð karla á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Þegar fréttin er skrifuð er Bjarki jafn í 55. sæti af 80 kylfingum sem keppa á Bonmont svæðinu á Spáni.
Bjarki hóf leik á 10. teig í morgun og var á fjórum höggum yfir pari á sínum fyrri níu holum. Á seinni níu náði hann þremur höggum til baka á 6. og 7. holu en fékk svo skolla á lokaholu dagsins.
Skorkort Bjarka.
Alls komast um 20 kylfingar áfram að fjórum hringjum loknum en 19. sæti er nú á höggi undir pari. Búast má við því að sú tala eigi eftir að lækka næstu daga og því þarf Bjarki að leika mjög vel næstu tvo hringi til þess að komast áfram á lokastigið.