Fréttir

Úrtökumótin: Ólafur fór vel af stað í Frakklandi
Ólafur Björn Loftsson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 9. október 2019 kl. 17:48

Úrtökumótin: Ólafur fór vel af stað í Frakklandi

Ólafur Björn Loftsson GKG fór vel af stað á fyrsta hring 1. stigs úrtökumóts fyrir Evrópumótaröð karla í Frakklandi í dag. Hann er á meðal efstu manna eftir að leika á tveimur höggum undir pari.

Ólafur hóf leik á 10. holu í dag og lék mjög stöðugt golf, þá sérstaklega á fyrstu níu holunum. Hann fékk tvo fugla og sjö pör á fyrstu níu holunum. Síðari níu holurnar byrjað hann á fugli en tapaði því höggi strax til baka. Ólafur var svo kominn á samtals þrjú högg undir par fyrir lokaholuna en fékk skolla á níundu holunni, hans síðustu holu, og hringur upp á 69 högg staðreynd.

Eftir daginn er Ólafur jafn í sjöunda sæti á tveimur höggum undir pari. Efstu menn eru á fimm höggum undir pari. Hérna má sjá stöðuna í mótinu.