Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Úrtökumótin: Ólafur í góðum málum eftir tvo hringi
Ólafur Björn Loftsson
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 10. október 2019 kl. 13:27

Úrtökumótin: Ólafur í góðum málum eftir tvo hringi

Annar hringur á 1. stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð karla fór fram í dag. Leikið er í Frakklandi og er Ólafur Björn Loftsson eini íslenski keppandinn. Hann er í góðri stöðu eftir hringina tvo, á samtals þremur höggum undir pari og situr jafn í 5. sæti.

Ólafur lék hringinn í dag á einu höggi undir pari. Á fyrri 9 holunum fékk hann tvo fugla og tvo skolla og lék þær því á parinu. Á seinni 9 holunum bættust svo við tveir fuglar og einn skolli og kom hann því í hús á 70 höggum eða einu höggi undir pari. 

Skorið verður niður eftir þrjá hringi en má gera ráð fyrir að Ólafur fljúgi í gegnum niðurskurðinn ef hann heldur uppteknum hætti, þar sem hann situr jafn í 5. sæti eins og staðan er núna.

Hér má sjá stöðuna í mótinu.