Fréttir

Útför Hlyns Þórs Haraldssonar fer fram í dag
Hlynur Þór Haraldsson verður jarðsunginn í dag.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
föstudaginn 10. september 2021 kl. 08:41

Útför Hlyns Þórs Haraldssonar fer fram í dag

Hlynur Þór Haraldsson PGA golfkennari verður jarðsunginn í dag klukkan 15.00 frá Hafnarfjarðarkirkju. Hann lést á heimili sínu 2. september eftir baráttu við krabbamein aðeins 36 ára að aldri.

Hlynur Þór sem var einn af bestu golfkennurum landsins útskrifaðist frá norsku PGA samtökunum og starfaði um hríð þar í landi. Árið 2010 var Hlynur Þór var ráðinn í þjálfarateymi GKG. Í því starfi aðstoðaði hann fjölmarga GKG-inga við að taka fyrstu skrefin í golfíþróttinni og snart hann hjörtu flestra þeirra sem hann liðsinnti.

Þeim sem vilja minnast Hlyns er bent á söfnunarreikning fjölskyldunnar sem er: 0370-22-037502 Kt: 310885-8199

Útförinni verður streymt á netinu: Útför Hlyns Þórs Haraldssonar

Kylfingur.is vottar aðstandendum Hlyns samúð sína.