Örninn sumar 21
Örninn sumar 21

Fréttir

Valdís komin upp í 24. sæti stigalistans
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 15. mars 2020 kl. 10:24

Valdís komin upp í 24. sæti stigalistans

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, er komin upp í 24. sæti á stigalista Evrópumótaraðar kvenna eftir góðan árangur á mótaröðinni í undanförnum mótum.

Valdís endaði í 7. sæti á Investec SA Women's Open sem kláraðist á laugardaginn en hún var á tímabili í efsta sæti í mótinu. Fyrir þann árangur fékk Valdís 4.550 evrur og mikilvæg stig á stigalistanum.

Sólning
Sólning

Alls hefur Valdís leikið í þremur mótum á tímabilinu en hún hefur bætt sinn leik jafnt og þétt í mótunum þremur. Í því fyrsta komst hún ekki í gegnum niðurskurðinn, því næst endaði hún í 21. sæti og nú síðast í 7. sæti.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir var einnig með í móti helgarinnar en komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Hún situr í 106. sæti á stigalistanum.

Julia Engstrom er sem fyrr í efsta sætinu með 202,25 stig en Maron De Roey er önnur með 152,33 stig. Sigurvegari helgarinnar, Alice Hewson, er komin upp í 3. sæti með 150 stig en þetta var hennar fyrsti sigur á mótaröðinni og það í hennar fyrstu tilraun.

Líkt og á öðrum mótaröðum í heimsgolfinu er óvíst hvenær næsta mót á mótaröðinni fer fram. Búið er að fresta næsta móti sem átti að fara fram í Sádí-Arabíu en ekki hefur verið tekin ákvörðun um framhaldið. Næsta mót samkvæmt áætlun á að fara fram 7.-9. maí í Frakklandi.

Hér er hægt að sjá stöðuna á stigalistanum í heild sinni.

Örninn járn 21
Örninn járn 21