Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Vel heppnaður aðalfundur GB
Mánudagur 30. nóvember 2009 kl. 19:46

Vel heppnaður aðalfundur GB

Aðalfundur Golfklúbbs Borgarness fór fram í golfskálanum að Hamri fimmtudaginn 26. nóvember. Mæting var með ágætum og fóru fram góðar og málefnalegar umræður. Ein breyting var á stjórn klúbbsins.Hans Egilsson lét af störfum sem ritari klúbbsins eftir margra ára setu í stjórn. Golfklúbbur Borgarness vil nota tækifærið og þakka Hans Egilssyni fyrir góð störf í gegnum árin.

Ný stjórn GB
Ingvi Árnason formaður
Björgvin Óskar Bjarnason varaformaður
Jón Emil Árnason ritari
Jón J Haraldsson gjaldkeri
Hreinn Vagnsson meðstjórnandi

Þetta er annað árið sem klúbburinn rekur 18 holu golfvöll telur stjórn klúbbsins að það taki tíma að safna reynslu og þekkingu á slíkum rekstri. Síðasta haust réðst klúbburinn í aðhaldsaðgerðir í kjölfar efnahagshrunsins en allir helstu styrktaraðilarnir hurfu nánast á einni nóttu.

Aðsókn gesta að vellinum var framar vonum og gefur það okkur von þegar við horfum fram á veginn. Þáttur í þessari auknu aðsókn er fyrst og fremst að þakka okkar frábæra golfvelli og aðstöðunni hér að Hamri, sem klárlega gerir okkar hlut stærri en annarra á þessum erfiðu tímum,“ segir í tilkynningu frá klúbbnum.

Mynd: Séð yfir glæsilegt klúbbhús við Hamarsvöll.

Örninn 2025
Örninn 2025