Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Vel lukkað Bláa lóns mót í Grindavík
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 25. ágúst 2023 kl. 12:51

Vel lukkað Bláa lóns mót í Grindavík

Fjölmargar konur mættu í einstaka blíðu á Húsatóftarvöll í Grindavík í gær og léku í árlegu kvennamóti Bláa lónsins. Mótið átti að fara fram í júní en var frestað vegna veðurs en þess þurfti alls ekki í gær enda dúnalogn, brakandi blíða og sólin brosti sínu breiðasta.

Það var heimakonan Steinunn Óskardóttir sem var hlutskörpust, spilaði á 40 punktum. Hafdís Hafberg úr golfklúbbnum Keili var í öðru sæti á 35 punktum og Guðrún Halldóra Gestsdóttir úr Golfklúbbnum Oddi var sömuleiðis á 35 punktum en með verri seinni níu.

Helgi Dan Steinsson er framkvæmdastjóri GG. „Þetta árlega Bláa lóns mót tókst einstaklega vel. Þegar ég mætti á völlinn um morguninn til að gera hann kláran fyrir mótið, var algert dúnalogn og þannig hélst veðrið fram yfir hádegi en þá kom smá vindkæling. Glæsilegar veitingar voru í boði Bláa lónsins fyrir og eftir mót og var kátt á hjalla fram eftir kvöldi, ég gat ekki betur séð en konurnar hafi skemmst sér hið besta,“ sagði Helgi. 

Örninn 2025
Örninn 2025
Helga Árnadóttir frá Bláa lóninu til vinstri og sigurvegarinn Steinunn Óskarsdóttir hægra megin.
Það var kátt á hjalla allan daginn

Glæsilegar veitingar eftir mótið

Reykurinn var Bláa lóninu í fjarska, vísaði beint upp í loftið í gærmorgun!