Fréttir

Wiesberger sigraði á Opna skoska eftir bráðabana
Bernd Wiesberger. Mynd: GettyImages.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 14. júlí 2019 kl. 22:37

Wiesberger sigraði á Opna skoska eftir bráðabana

Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger stóð uppi sem sigurvegari á Opna skoska mótinu sem fór fram um helgina á Evrópumótaröð karla.

Wiesberger fagnaði sigri eftir bráðabana gegn Benjamin Hebert en þeir höfðu verið jafnir að 72 holum loknum. Bráðabaninn kláraðist á þriðju holu þegar Wiesberger fékk par.

Þetta er annar sigur Wiesberger á Evrópumótaröðinni á þessu tímabili og sá sjötti í heildina.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

262 högg - B Wiesberger (Aut) 67 61 65 69, B Hebert (Fra) 67 67 66 62, 
264 högg - R Langasque (Fra) 65 67 65 67, 
265 högg - H Stenson (Swe) 65 65 69 66, A Pavan (Ita) 68 69 62 66, A Putnam (USA) 69 67 65 64, A Johnston (Eng) 69 65 69 62, N Bertasio (Ita) 63 67 67 68,