Fréttir

Woods fékk 10 á einni holu á lokadegi Masters mótsins
Tiger Woods.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 15. nóvember 2020 kl. 18:17

Woods fékk 10 á einni holu á lokadegi Masters mótsins

Lokadagur Masters mótsins er í fullum gangi og er það Dustin Johnson sem er í forystu þegar langt er liðið á lokahringinn. Sigurvegari síðasta árs, Tiger Woods, var lengi vel í efri helmingnum en átti þó aldrei raunhæfan möguleika á sigri þar sem hann byrjaði daginn 11 höggum á eftir Johnson.

Hringurinn í dag hjá Woods var engu að síður sögulegur en að þessu sinni var það ekki út af góðum árangri. Woods var á tveimur höggum yfir pari þegar að hann steig fæti á 12. teig, hófst þá martröðin.

12 holan er um 140 metra löng par 3 hola. Fyrsta höggið hjá Woods fór í vatnið. Hann lét boltann falla á brautina og sló þriðja höggið. Ekki fór það betur og endaði sá boltinn líka í vatninu. Frá sama stað sló hann fimmta höggið og loks var hann á þurru landi en ofan í glompu bakvið flötina. Úr glompunni sló hann sjötta höggið beint ofan í vatnið að nýju. Áttunda höggið úr sömu glompu var á grasi og þaðan tók hann tvö pútt.

Samtals gerði þetta 10 högg á einni holu sem er hæsta skor hjá Woods á Masters mótinu í þau 22 skipti sem hann hefur leikið í mótinu. Fyrir daginn í dag hafði hann mest fengið 8 á eina hola. Þetta var einnig hans hæsta skor á einni holu á ferlinum á PGA mótaröðinni. Fyrir hafði hann einu sinni fengið 9 högg á einni holu á Memorial mótinu árið 1997.

Woods lét þó ekki deigan síga og fékk fimm fugla á síðustu sex holunum og endaði því hringinn aðeins á fjórum höggum yfir pari. Hann endaði á höggi undir pari.

Það sem gerir þetta einnig sérstak er að þetta er í þriðja skipti sem ríkjandi meistari fær