Fréttir

Woods um þátttöku á Masters: Guð, ég vona það
Tiger Woods.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 23. febrúar 2021 kl. 11:25

Woods um þátttöku á Masters: Guð, ég vona það

Tiger Woods var í viðtali á Golf Channel um helgina þegar mót hans á PGA mótaröðinni, Genesis Invitational, fór fram.

Woods var meðal annars spurður út í heilsu sína en hann hefur verið frá keppnisgolfi frá því hann spilaði á Masters mótinu í haust.

„Mér líður vel. Ég er aðeins stífur. Ég á eftir að fara í eina aðra segulómskoðun þannig að við munum sjá hvort ég jafni mig eftir það og geti farið að hreyfa mig meira.

Ég er enn í ræktinni, er enn að gera hefðbundna hluti í endurhæfingu. Litlu hlutirnir sem verða að lokum að einhverju stærra.“

Þegar Woods var spurður um næsta risamót, Masters mótið í apríl, var svarið eftirfarandi:

„Guð, ég vona það.“

Uppfært 21:35: Seinna í dag komu fréttir af hræðilegu bílslysi sem Tiger Woods lenti í. Ef eitthvað er að marka fyrstu fregnir eru litlar sem engar líkur á því að Woods muni spila í Masters mótinu. Sjá nánar hér.