Public deli
Public deli

Kylfingur dagsins

Kylfingur dagsins - Valdís Þóra Jónsdóttir: Tvíslegið vipp vandræðalegast
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 19. mars 2020 kl. 07:33

Kylfingur dagsins - Valdís Þóra Jónsdóttir: Tvíslegið vipp vandræðalegast

Valdís Þóra Jónsdóttir, þrefaldur Íslandsmeistari í höggleik og atvinnukylfingur á Evrópumótaröð kvenna er kylfingur dagsins. Tvíslegið vipp í Evrópukeppni sem sást í sjónvarpsútsendingu er neyðarlegasta sem hún hefur lent í á golfvellinum en hér eru fleiri skemmtilegar upplýsingar um þennan snjalla kylfing.

Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það?

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Ég man fyrst eftir mér úr á golfvelli 6 ára en tók þátt í fyrsta mótinu mínu þegar ég var 8 ára. Ég byrjaði svo ekki að æfa neitt almennilega eða aukalega fyrr en ég var 13 ára. Öll fjölskyldan er í golfinu.

Helstu afrek í golfinu?

Íslandsmeistari í höggleik 2009,2012,2018.

Kortið á Evrópumótaröðina 2017.

Þriðja sæti á Sanya Ladies Open og Bonville Open.

Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum?

Ætli það sé ekki þegar ég tvísló vippið í Evrópukeppninni í beinni útsendingu... vinkona mín á ennþá videó af því. Það var samt mjög fyndið en vissulega mjög vandræðalegt líka. En ég tel mig hafa bætt upp fyrir það seinna á hringnum

Hefurðu farið holu í höggi og þá hvar?

Já á 8. holunni á Garðavelli. Í algjöru slagviðri en í móti.

Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með?

Ég spilaði hring með Nancy López einu sinni og líka með Kathy Whitworth. Ekki margir sem þekkja hana en hún hefur unnið 88 mót á LPGA.

Hvað er það sem þú þarf mest að bæta í þínum golfleik?

Það er alltaf hægt að bæta eitthvað. Maður getur alltaf bætt stutta spilið.

Ertu hjátrúarfull með eitthvað í golfinu?

Nei ég er það ekki. Bara með mína rútínu sem er oftast sú sama en engin hjátrú

Valdís Þóra Jónsdóttir

Aldur: 30 ára.

Klúbbur: GL.

Forgjöf: Ekki hugmynd.

Uppáhalds matur: Kjötsúpa.

Uppáhalds drykkur: Pepsi max.

Uppáhalds kylfingur: Lengst hefur það verið Sergio Garcia en Justin Thomas hefur heillað mig líka.

Þrír uppáhalds golfvellir: Bonville golf resort, Garðavöllur og Bled golf club.

Þrjár uppáhalds brautir: 6. holan á Akranesi, 17. holan í Eyjum og 1. holan í Brautarholti.

Erfiðsta golfholan: 1. holan í Brautarholti.

Erfiðasta höggið: Fade.

Ég hlusta á: Ég er voða blönduð en finnst gömul tónlist skemmtilegust.

Besta skor: 63, -8 á Queanbeyan golf club

Besti kylfingurinn: Verður maður ekki að segja Tiger Woods?

Golfpokinn: Titleist.

Driver: Titleist T3 8,5 gráður.

Brautartré: Titleist T3 15 gráður og Titleist 816 H1 21 gráða.

Járn: Titleist AP2 4-PW.

Fleygjárn: Titleist Vokey 50, 56 og 60.

Pútter: Scotty Cameron Phamtom 5x 34”.

Hanski: Footjoy StaSoft

Skór: Ecco

Fyrsta braut á Brautarholtsvelli er erfiðasta holan sem Valdís spilar.