Kylfingur dagsins

Kylfingur dagsins: Á í ástar-haturs sambandi við Bergvíkina
Ásgerður Sverrisdóttir í keppni í Vestmannaeyjum. Myndir/[email protected]
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 1. maí 2020 kl. 11:22

Kylfingur dagsins: Á í ástar-haturs sambandi við Bergvíkina

Ásgerður Sverrisdóttir byrjaði í golfi fyrir fimmtíu árum síðan. Hún hefur tvisvar orðið Íslandsmeistari í höggleik og síðustu árin hefur hún keppti í öldungaflokki og leikið með landsliðinu.

Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvernig gerðist það?

Ég var u.þ.b. 8 ára og fylgdi foreldrum mínum út á Nesvöll en tók þátt í fyrsta golfmótinu 12 ára gömul.

Helstu afrek í golfinu?
Íslandsmeistari kvenna í golfi 1983 og 1984, bronsverðlaun í Evrópumóti landsliða kvenna 50+ 2019.

Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í á golfvellinum?

Þegar ég og maðurinn minn mættum einum degi of seint i hjóna- og parakeppni í Stykkishólmi.

Hefurðu farið holu í höggi og þá hvar?

Í fyrsta sinn í Grafarholti á annari braut, í seinna skiptið á 9. holu á Korpúlfsstaðavelli

Hver er „frægasti“ kylfingurinn sem þú hefur leikið með?

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

Ertu hjátrúarfull hvað varðar golf?

Ekki verulega en þykir vondur draumur fyrir golfmót ekki vekja vonir um góðan árangur.

Hvað er það sem þú þarf mest að bæta í þínum golfleik?

Slá lengra og bæta löngu púttin.

Hvernig er lífið og golfið á tímum COVID-19?

Ég skemmti mér yfir gömlum Ryder Cup og risamótum í sjónvarpinu, dreg fram púttmottuna á stofugólfið og dreymi um að komast í aftur golf eftir að áformað golfævintýri mitt erlendis var blásið af.

Ásgerður Sverrisdóttir

Aldur: 58

Klúbbur:GR/GÖ

Forgjöf: 5,6

Uppáhalds matur: Moules frites

Uppáhalds drykkur: Kampavín

Uppáhalds kylfingur: Siggi Pé og Henrik Stenson

Þrír uppáhaldsgolfvellir: Pebble Beach, Cypress Point, West Links North Berwick

Þrjár uppáhalds golfbrautir á Íslandi: Bergvíkin í Leirunni (ástar-haturs samband), 17. holan í Grafarholti og 16. holan í Öndverðarnesi

Erfiðasta golfholan: 13. holan í Vestmannaeyjum

Ég hlusta á: Allt nema kántrí

Besta skor: 70 högg í Kiðjabergi og Öndverðarnesi

Besti kylfingurinn: Tiger Woods (karlar) og Annika Sörenstam (konur)

Golfpokinn:

Dræver: Callaway Rogue

Brautartré: Callaway Rogue

Járn: Ping i210

Fleygjárn: Ping i210

Pútter: Scotty Cameron Fastback

Hanski: Foot Joy

13. brautin í Eyjum er efst á lista Ásgerðar yfir erfiðustu brautir á Íslandi. Það eru margir henni eflaust sammála.