Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

10 kylfingar sem geta slegið í gegn á árinu - 2. hluti
Min Woo Lee.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 4. janúar 2021 kl. 16:09

10 kylfingar sem geta slegið í gegn á árinu - 2. hluti

Það er ekki langt síðan þeir Collin Morikawa, Matthew Wolff og Viktor Hovland hófu sinn atvinnumannaferil en þeir eru engu að síður komnir með samtals sex sigra á PGA mótaröðinni.

Engir nýliðar verða á PGA mótaröðinni þetta tímabilið vegna áhrifanna sem Covid-19 hafði á aðstæður. Það eru samt margir ungir kylfingar sem þykja líklegir til árangurs á árinu og ætlum við að kynna þá hérna. Í gær var greint frá fyrstu þremur kylfingunum og er nú komið að næstu þremur. Flestir eiga þessir kylfingar það sameiginlegt að fólk þekkir nöfn þeirr eflaust ekki.

Örninn 2025
Örninn 2025

Jayden Schaper
Staða á heimslistanum í byrjun árs: 342

Þessi 19 ára kylfingur lék í ungmenna Forsetabikarnum fyrir rétt um ári síðan en fyrsta árið hans sem atvinnumaður gekk vonum framar. Hann lenti þrisvar sinnum á meðal 10 efstu á Sunshine mótaröðinni og bætti svo við tveimur topp-10 til viðbótar, þar af annað sætið á Alfred Dunhill meistaramótinu í nóvember, á mótum  sem haldin voru sameiginlega af Evrópumótaröðinni og Sunshine mótaröðinni.

Garrick Higgo
Staða á heimslistanum í byrjun árs: 90

Hann hefur nú þegar unnið tvö mót sem atvinnumaður og er hann því á meðal 100 efstu á heimslistanum. Þessi 21 árs gamli Suður-Afríkubúi, sem lék golf með Háskólanum í Las Vegas (UNLV), fagnaði sigri á Open de Portugal sem haldið var af Evrópumótaröðinni og Áskorendamótaröðinni í september. Hann mun því leika á Evrópumótaröðinni á næsta ári og er til alls líklegur þar. 

Min Woo Lee
Staða á heimslistanum í byrjun árs: 172

Min Woo Lee vann sinn fyrsta sigur sem atvinnumaður í febrúar síðastliðinn þegar að hann bar sigur úr býum á Vic Open mótinu. Þessi 22 ára gamli fyrrum U.S. Junior Amateur meistari náði sér ekki á strik eftir sigurinn en hæfileikarnir eru ógljóslega til staðar og ætti að getað barist um sigur í fleiri mótum á árinu. Lee er bróðir Minjee Lee sem hefur leikið á LPGA mótaröðinni við góðan orðstír.