Fréttir

10 kylfingar sem geta slegið í gegn á árinu - 3. hluti
Wilco Nienaber.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 5. janúar 2021 kl. 15:30

10 kylfingar sem geta slegið í gegn á árinu - 3. hluti

Það er ekki langt síðan þeir Collin Morikawa, Matthew Wolff og Viktor Hovland hófu sinn atvinnumannaferil en þeir eru engu að síður komnir með samtals sex sigra á PGA mótaröðinni.

Engir nýliðar verða á PGA mótaröðinni þetta tímabilið vegna áhrifanna sem Covid-19 hafði á aðstæður. Það eru samt margir ungir kylfingar sem þykja líklegir til árangurs á árinu og ætlum við að kynna þá hérna. Fyrstu þrír kylfingarnir fengu kynningu á sunnudaginn og í gær var svo greint frá næstu þremur kylfingunum. Nú er svo komið að síðustu fjórum kylfingunum en flestir eiga þessir kylfingar það sameiginlegt að fólk þekkir nöfn þeirra eflaust ekki.

Ryan Ruffels
Staða á heimslistanum í byrjun árs: 562

Þetta er fimmta árið sem Ástralinn Ryan Ruffels leikur sem atvinnumaður. Hann á enn eftir að vinna sitt fyrsta mót sem atvinnumaður en hann hefur sjö sinnum endaði í öðru sæti, þar á meðal einu sinni á Korn Ferry mótaröðinni. Takist honum að brjóta ísinn er aldrei að vita nema boltinn fari að rúlla þá.

Wilco Nienaber
Staða á heimslistanum í byrjun árs: 161

Þessi kylfingur getur slegið boltann langt en leikur hans er engu að síður mjög heilsteyptur þrátt fyrir að vera aðeins 20 ára gamall. Hann endaði í öðru sæti á Joburg Open á Evrópumótaröðinin síðasta haust kom honum á kortið en hann endaði sjö sinnum á meðal 15 efstu sætunum áður en hann náði þessu öðru sæti. Framtíðin hjá Suður-Afríku eru greinilega björt. 

Joohyung Kim
Staða á heimslistanum í byrjun árs: 139

Joohyung Kim, sem gengur undir nafninu Tom, er aðeins 18 ára gamall en hann hefur engu að síður unnið fjögur mót sem atvinnumaður. Hann er nýlega farinn að spila í Bandaríkjunum og lék í sínu fyrsta risamóti síðasta sumar þegar að hann var á meðal keppenda á PGA meistaramótinu. Hann lék í þremur öðrum mótum síðasta haust. Líklegt þykir að hann fái boð í einhver mót á þessu tímabili og verður því spennandi að fylgjast með honum.

Thomas Rosenmuller
Staða á heimslistanum í byrjun árs: 352

Það eru nokkur nöfn sem er gott að fylgjast með á Áskorendamótaröðinni og er Rosenmuller eitt þeirra. Hann vann þrisvar sinnum á Pro Golf mótaröðinni á síðasta ári og varð einnig þrisvar sinnum til viðbótar á meðal sex efstu.