Fréttir

10.000 áhorfendur á dag á PGA meistaramótinu
Collin Morikawa.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 24. febrúar 2021 kl. 17:10

10.000 áhorfendur á dag á PGA meistaramótinu

Takmörkuðum fjölda áhorfenda verður heimilt að mæta á PGA meistaramótið í ár en þetta kom fram í tilkynningu frá PGA sambandsins í Ameríku á þriðjudaginn.

Í samráði við Suður-Karólínu, CDC og MUSCH Health var sú ákvörðun tekin að leyfa um það bil 10.000 áhorfendur á hverjum degi á Ocean vellinum hjá Kiawah þar sem PGA meistaramótið verður haldið í ár. Uppselt var á mótið, sem fer fram 20.-23. maí, en þeir sem fá ekki miða í þetta skiptið fá endurgreitt. 

„Við erum spennt að bjóða áhorfendur velkomna á PGA meistaramótið í maí í takt við núverandi heilbrigðisreglur Suður-Karólínu," sagði Jim Richerson, forseti PGA sambandsins í Ameríku. „Þó að við værum til í að taka á móti öllum sem keyptu miða erum við þakklát að fá bestu kylfinga heims til að spila á hinum sögulega Ocean Course á Kiawah Island golfsvæðinu. Við höfum haldið þrjú ógleymanleg mót hjá Kiawah Island - Ryder bikarinn 1991, PGA meistaramótið 2007 og PGA meistaramótið 2012 - og erum svo spennt að skrifa næsta kafla í maí.“

PGA meistaramótið í fyrra var haldið á TPC Harding Park án áhorfenda. Collin Morikawa stóð þar uppi sem sigurvegari og hefur titil ða verja í ár.