Golfklúbbur Kiðjabergs
Golfklúbbur Kiðjabergs

Fréttir

14 ára undrabarn leikur á Opna bandaríska
Fimmtudagur 18. maí 2023 kl. 07:03

14 ára undrabarn leikur á Opna bandaríska

Hin 14 ára Angela Zhang setti niður 8 metra pútt fyrir fugli á 2. holu í bráðabana til að tryggja sér þátttökurétt á Opna bandaríska mótinu, US Women’s Open sem verður á hinum sögufræga Pebble Beach golfvelli 6.-9. júlí í Bandaríkjunum.

Zhang sem er kínversk en fædd í Bandaríkjunum, segir þetta vera draum að rætast en þetta er í þriðja sinn sem hún reynir að komast inn á mótið í gegnum úrtökumót. „Það er magnað að taka þátt í sama golfmóti og helstu stjörnur sem ég hef verið að fylgjast með og litið upp til,“ segir Zhang. 

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Hin 14 ára gamla Zhang hefur unnið fjölda titla sem unglingur en hún býr með fjölskyldu sinni í Washington. Foreldrar hennar bjuggu í Kína þegar Zhang var ung en fluttu til Bandaríkjanna til að geta stundað golfíþróttina af kappi. 

Þess má geta að einn íslenskur kylfingur hefur tekið þátt í Opna bandaríska en það er Valdís Þóra Jónsdóttir árið 2017. Hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn.